Viðskipti erlent

Markaðir rólegir þrátt fyrir deilurnar um skuldaþakið

Klukkan tifar í átt að tæknilegu gjaldþroti Bandaríkjanna en fjármálamarkaðir sína frekar takmörkuð viðbrögð og virðast ekki hafa miklar áhyggjur af ástandinu

Fjallað er um málið á CNN Money en nú eru aðeins örfáir dagar fram að mánaðarmótum og engin lausn í sjónmáli í deilunni um skuldaþak Bandaríkjanna. Hinsvegar hefur Dow Jones vísitalan á Wall Street aðeins fallið óverulega eða innan við eitt prósent í vikunni og ró er á markaði með bandarísk ríkisskuldabréf þar sem ávöxtunarkrafa þeirra hefur haldist óbreytt.

Ein af ástæðum fyrir þessari ró kann að vera að Barack Obama bandaríkjaforseti hefur komið þeim skilaboðum til banka landsins að tæknilegt gjaldþrot verði ekki látið gerast.

Önnur ástæðan er að mörg stórfyrirtæki hafa skilað inn rjómauppgjörum fyrir annan ársfjórðung þannig að enn er hægt að ná hagnaði á mörkuðum.

Helsta ástæðan er þó talin sú að fjárfestar bara trúa því ekki að stjórnmálamenn muni láta reka á reiðanum fram að mánaðarmótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×