Innlent

Ekkert samkomulag um byggingu nýs fangelsis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ekki tókst að ná samkomulagi um byggingu nýs fangelsis á ríkisstjórnarfundi í morgun. Fyrirfram höfðu Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra stefnt að því að reyna að ná samkomulag um byggingu fangelsisins á fundinum, en ágreiningur er um það hvernig eigi að fjármagna það. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er stefnt að því að taka ákvörðun um málið fyrir lok ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×