Innlent

Stórt hvalshræ horfið

Ekkert hefur nú spurst af stóru hvalshræi, sem verið hefur á reki undan Hornströndum á vestanverðum Vestfjarðakjálkanum að undanförnu.

Um tíma var óttast að hræið ræki upp í fjöru í Fljótavík, með tilheyrandi óþrifnaði í fjörunum þar en svo fór ekki.

Ekki er vitað hvar hræið er núna eða hvort það hefur sokkið, og ekki er heldur vitað af hverskonar hval það var, nema hvað það var sagt mjög stórt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×