Innlent

Prófraun fyrsta kvenkyns skipherrans á dönsku varðskipi

Landhelgisgæslan við æfingar. Mynd úr safni.
Landhelgisgæslan við æfingar. Mynd úr safni. Mynd/Vilhelm
Nú fara fram æfingar danska varðskipsins Knud Rasmussen, sem statt er hér á landi, en bæði Landhelgisgæslan og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar taka þátt í aðgerðunum.

Æfingarnar eru þáttur í úttekt á nýjum skipherra varðskipsins, en nú er kona í fyrsta skipti að taka við stjórn Knud Rasmussen. Þetta er einnig í fyrsta skipti sem kona tekur við stjórn varðskips af þessari stærðargráðu innan danska sjóhersins.

Nafn nýja skipsherrans er Maria Martens og sem fyrr segir eru eftirlitsmenn frá Danmörku nú staddir hér á landi til að taka út störf hennar og meta hæfni til að gegna starfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×