Viðskipti erlent

Verð á gulli hækkar enn og nær nýjum methæðum

Mynd/Gianni Cigolini
Skuldavandræði Bandaríkjanna urðu meðal annars til þess að verð á gulli náði nýjum methæðum þegar markaðir í Austurlöndum opnuðu í dag. Verðið á únsunni stökk upp um 20 dollara á skammri stundu og nemur nú andvirði rúmlega 187 þúsund króna.

Fjárfestar óttast sumir hverjir að ekki náist sátt um að hækka skuldaþak Bandaríkjanna og verð á ríkisskuldabréfum falli. Þeir flýja því með peninga sína í tryggari eignir eins og gull, en sérfræðingar segja að ef þessi ótti væri verulegur hefði gullverðið tekið stærra stökk en raun bar vitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×