Innlent

Íslensku listaverki stolið í Bretlandi

Rúmlega þrjúhundruð kílóa brons listaverki eftir Steinunni Þórarinsdóttur var stolið af hafnarbakka í Hull í Bretlandi í nótt. Steinunn vonar að verkið komi í leitirnar en breska lögreglan fer með rannsókn málsins.

Lögreglan í Hull telur að verkinu hafi verið stolið milli klukkan ellefu og tólf í gærkvöldi en á öryggismyndavélum má sjá nokkra menn fjarlægja styttuna sem er engin smásmíði eða samtals sex metrar á hæð

Verkið var afhjúpað árið 2006. Hinn hluti þess er staðsettur í Vík í Mýrdal en saman áttu stytturnar að vera minnisvarði í tveimur löndum.

Verið er að leita að styttunni og voru starfsmenn hjá skrifstofu borgarstjórans í Hull harmi slegnir yfir því að einhver hafi viljað stela þessum minnisvarða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×