Innlent

Minningarbók liggur frammi í sendiráðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hópur fólks safnaðist saman í sendiráði Noregs í morgun. Mynd/ Pjetur.
Hópur fólks safnaðist saman í sendiráði Noregs í morgun. Mynd/ Pjetur.
Hópur fólks safnaðist saman í sendiráði Noregs á Íslandi að Fjólugötu 17 í Reykjavík klukkan tíu í morgun til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkunum í Osló og Útey á föstudaginn.

Minningarbók munu liggja fyrir í sendiráði Noregs fyrir alla þá sem votta vilja hluttekningu og samúð sína vegna atburðanna. Minningarbókin mun liggja frammi í sendiráðinu á Fjólugötu 17 í Reykjavík í dag frá tvö til fjögur og þriðjudag og miðvikudag frá klukkan 10.00 - 12.00 og frá kl. 14.00 - 16.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×