Enski boltinn

Shawcross vill ekki spila fyrir Wales

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Shawcross skýtur að marki í leik gegn Liverpool.
Shawcross skýtur að marki í leik gegn Liverpool. Nordic Photos/AFP
Ryan Shawcross leikmaður og fyrirliði Stoke City í ensku úrvalsdeildinni segist ekki hafa íhugað það að spila fyrir landslið Wales. Breytingar á reglum FIFA gera Shawcross kleift að spila fyrir Wales jafnvel þó hann sé Englendingur í húð og hár.

Shawcross ólst upp í Wales og spilaði fyrir hönd þjóðarinnar á sínum yngri árum. Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA breytti reglum sínum árið 2009 þannig að nú mega leikmenn með fimm ára menntun í Wales spila fyrir hönd þjóðarinnar.

„Ég hef rætt nokkrum sinnum við Gary Speed (landsliðsþjálfara Wales) um sagt honum frá áformum mínum," sagði Shawcross sem stefnir á að spila fyrir hönd Englands.

„Ég ákvað þetta fyrir löngu síðan, löngu áður en FIFA gerði breytingar á reglum sínum. Auðvitað vill hann (Gary Speed) að ég spili fyrir Wales en ég tók ákvörðun sem ég ætla að standa við. Vonandi tekst mér að sanna að ég sé nógu góður til þess að spila fyrir Englands," sagði Shawcross.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×