Enski boltinn

Mancini hraunaði yfir Balotelli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mario Balotelli, leikmaður Man. City, kom sér enn eina ferðina í vandræði í kvöld er City lék gegn LA Galaxy í Bandaríkjunum.

Balotelli kom City yfir með marki úr vítaspyrnu snemma í leiknum. Skömmu síðar var hann með fíflalæti í dauðafæri og það kunni stjórinn, Roberto Mancini, ekki að meta.

Hann tók Balotelli umsvifalaust af velli og hraunaði svo yfir hann.

Sjá má það atvik hér að ofan.

Man. City vann leikinn annars í framlengingu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×