Innlent

Nýtt upphaf, nýtt líf - segir Gunnar í Krossinum

Gunnar Þorsteinsson og Jónína Benediktsdóttir.
Gunnar Þorsteinsson og Jónína Benediktsdóttir. Mynd/Stöð2
Rannsókn lögreglu á meintum kynferðisbrotum Gunnars Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumanns Krossins, hefur verið hætt. Í viðtali við Stöð 2 í kvöld segir hann niðurstöðu lögreglunnar merkja nýtt upphaf í hans lífi.

„Þetta merkir ný byrjun, nýtt upphaf, nýtt líf. Ég fyllist þakklæti guði mínum, vinum og fjölskyldu að hafa staðið með mér allan þennan tíma," segir Gunnar.

Eiginkona Gunnars, Jónína Benediktsdóttir, segir málið hafa hvílt þungt á fjölskyldunni og hún hafi á stundum kennt sér um hvernig fór.

„Já, ég kenni mér um þetta. Bæði út af bókinni minni og eins hvað ég hafði litla þekkingu á þeim tilfinningum sem réðu ríkjum í kirkjunni. Ég var ógætin og mig langar að biðja þessar konur afsökunar hafi ég sært þær. Það var ekki ætlunin heldur ætlaði ég að reyna að hefja nýtt líf með manningum sem ég var að giftast. Ég kenni mér mikið um þetta mál allt saman," segir Jónína.

Viðtalið við Gunnar og Jónínu verður í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö í kvöld og lengri útgáfu af viðtalinu verður að finna hér á Vísi.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×