Enski boltinn

Woodgate íhugaði að hætta

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Woodgate að fylgjast með æfingaleik Stoke.
Woodgate að fylgjast með æfingaleik Stoke.
Enski miðvörðurinn Jonathan Woodgate hefur viðurkennt að hann hafi íhugað að hætta í fótbolta vegna þrálátra meiðsla.

Woodgate lék við hlið Rio Ferdinand í vörn Leeds United þegar liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar í upphafi aldarinnar en hefur þurft að horfa á félaga sinn blómstra með Englandi og Manchester United af sjúkrabekknum þar sem hann hefur lengst af legið.

Woodgate lék aðeins fjóra leiki síðustu tvö tímabilin með Tottenham og hefur ekki stigið út á fótboltavöll síðan í nóvember.

Woodgate sagði í viðtali við Synday Express að síðustu meiðsli sín hafi orðið þess valdandi að hann hafi komist nálægt því að hætta í fótbolta. "Þetta var algjör martröð og ég velti fyrir mér hvort ég myndi leika á ný," sagði Woodgate.

Woodgate samdi við Stoke í sumar og fær borgað per leik. "Ég vildi ekki hætta í fótbolta og ákvað því að fara mína eigin leið í endurhæfingu eftir meiðslin," sagði Woodgate sem hunsaði ráðleggingar lækna Tottenham. "Vonandi virkaði þetta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×