Erlent

Obama leyfir samkynhneigða hermenn

Barack Obama
Barack Obama
Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur ákveðið að aflétta hundrað ára gömlu banni í bandaríska hernum við samkynhneigð. Hann uppljóstraði þessu í ræðu á dögunum og tilkynnti varnarmálaráðherranum Leon Panetta þetta á föstudag. Barack Obama berst nú fyrir endurkjöri sem forseti Bandaríkjanna og þykir þetta skref hans lýsa dirfsku.

Ef áætlanir Barack Obama ganga eftir verður hommum og lesbíum mögulegt að ganga í bandaríska herinn án vandkvæða eftir 20. september næskomandi. Samkynhneigðir hafa verið í hernum en ekki mátt uppljóstra um kynhneigð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×