Enski boltinn

Man. Utd vann góðan sigur í Chicago

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nani skoraði í kvöld.
Nani skoraði í kvöld.
Góður seinni hálfleikur lagði grunninn að góðum 1-3 sigri Man. Utd á Chicago Fire í kvöld. Heimamenn í Chicago leiddu 1-0 í hálfleik.

Corey Gibbs kom Fire yfir eftir aðeins 13 mínútna leik. Hann pakkaði þá Phil Jones saman í skallaeinvígi og skoraði fram hjá David de Gea sem var að leika sinn fyrsta leik í marki Man. Utd.

United skipti sterkum mönnum inn af bekknum í hálfleik og það gerði gæfumuninn.

Wayne Rooney, Rafael og Nani skoruðu allir og tryggðu United sigur. Ensku meistararnir halda næst til New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×