Íslenski boltinn

Hólmfríður spilar með Val út leiktíðina - hætt hjá Philadelphia

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
mynd/valur.is
Afar óvænt tíðindi urðu í íslenska kvennaboltanum í dag þegar Hólmfríður Magnúsdóttir skrifaði undir samning við Íslandsmeistara Vals til loka leiktíðarinnar. Hólmfríður kemur til félagsins frá Philadelphia Independence í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hún hefur leikið þar síðustu tvö ár.

"Þetta kom mjög brátt upp eða á fimmtudag. Hún fékk sig lausa undan samningi og kom til landsins í gær og skrifaði undir í dag," sagði Friðjón Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals.

Hólmfríður var komin á bekkinn hjá Philadelphia og ákvað frekar að koma heim og spila í stað þess að sitja á bekknum úti.

"Hún ætlar sér aftur út og semur því aðeins út leiktíðina við okkur. Það er frábært að fá leikmann eins og Hólmfríði í okkar raðir."

Hólmfríður hefur verið ein besta knattspyrnukona landsins um árabil og mun styrkja lið Vals gríðarlega. Hún er alin upp hjá KR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×