Enski boltinn

Romeu á leið til Chelsea frá Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Oriol Romeu.
Oriol Romeu.
Chelsea hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Barcelona um kap á ungstirninu Oriol Romeu. Leikmaðurinn er aðeins 19 ára gamall.

Romeu hefur fengið tækifæri með aðalliði Barcelona en félagið var samt til í að selja hann á um 5 milljónir punda.

"Oriol á bjarta framtíð en hann á eftir að þróast mikið sem leikmaður. Hann mun samt styrkja leikmannahóp okkar," sagði Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×