Erlent

Fangelsin hafa loksins skánað

Frá höfuðborginni Port au Prince 16. janúar 2010.
Frá höfuðborginni Port au Prince 16. janúar 2010. Mynd/AP
Átján mánuðum eftir jarðskjálftann mikla, sem reið yfir á Haítí, hefur aðstoð frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum meðal annars skilað því, að ástandið í fangelsum landsins hefur skánað töluvert.

Fangelsin á Haítí voru alræmd fyrir einstaklega slæman aðbúnað fanga, svo annað eins þekktist varla á byggðu bóli. Meira en fjögur þúsund fangar sluppu úr fangelsum landsins þegar jarðskjálftinn reið yfir, en nærri þúsund þeirra hafa verið handteknir á ný.

Meðan endurbætur þessar eru gerðar á fangelsunum þurfa hins vegar tugir þúsunda íbúa landsins enn að búa í hreysum vegna húsnæðiseklu.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×