Enski boltinn

Redknapp: 35 milljónir punda væru ekki nóg fyrir Luka Modric

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Modric.
Luka Modric. Mynd/AFP
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, vill ekki að selja Króatann Luka Modric þó að félagið fengi 35 milljón punda tilboð í leikmanninn. Tottenham hefur þegar hafnað tveimur tilboðum frá Chelsea í þennan snjalla miðjumann.

„Ef við ætluðum að selja hann þá væri þetta ekki nóg. Hann er miklu meira viðri en þetta," sagði Harry Redknapp sem hefur margsagt það að Modric sé ekki til sölu.

„Við ætlum ekki að selja Luka. Við verðum að reyna að halda okkar bestu leikmönnum og hann er einn af þeim. Lokaákvörðunina á þó stjórnarformaðurinn [Daniel Levy] og þetta verður ekki mín ákvörðun á endanum," sagði Redknapp.

Redknapp vakti athygli á dögunum þegar hann afhenti Luka Modric fyrirliðabandið fyrir æfingaleik félagsins og ætlar að gera allt sem í sínu valdi sé að Modric verði áfram leikmaður Tottenham þegar enska úrvalsdeildin fer af stað í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×