Enski boltinn

Beckham ætlar ekki aftur í enska boltann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David Beckham hefur enn og aftur þurft að taka fram að hann ætli sér ekki að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni því hann vilji ekki spila með öðru liði í deildinni en Man. Utd. Reyndar munaði samt litlu að hann yrði lánaður til Tottenham á síðustu leiktíð.

"Ég hef alltaf sagt að ég er búinn að spila fyrir stærsta félag Englands og vil alls ekki leika gegn þeim," sagði Beckham.

"Ég er 36 ára og í fínu formi. Ég sé það samt ekki gerast að ég spili aftur í ensku úrvalsdeildinni. Ég vil að fólk minnist mín sem leikmanns Man. Utd."

Beckham mun spila æfingaleik gegn Man. Utd í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×