Enski boltinn

Nani á framtíð hjá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur fullvissað vængmanninn Nani um að hann eigi framtíð hjá ensku meisturunum. Sumir réðu svo í kaupin á Ashley Young að Ferguson ætlaði að losa sig við Nani. Það er ekki rétt.

Þess utan lék Nani ekki gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

"Nani stóð sig mjög vel á síðustu leiktíð en Valencia kom svo sterkur til baka að það var ekki hægt að hafa hann á bekknum," sagði Ferguson.

"Nani er góður leikmaður og er einnig að vaxa sem karakter. Við ætlum að berjast á öllum vígstöðvum næsta vetur og það verður nóg af leikjum. Það var miður fyrir Nani að spila ekki úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann er enn ungur og alltaf að þroskast."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×