Enski boltinn

Rooney býst við Liverpool í toppbaráttu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney með Carrick.
Rooney með Carrick.
Wayne Rooney, framherji Man. Utd, er á því að Liverpool hafi styrkt sig vel í sumar og segir að liðið eigi raunverulegt tækifæri á að keppa um titilinn í vetur.

Liverpool hefur fengið Charlie Adam, Jordan Henderson og Stewart Downing í sumar. Í fyrra komu síðan Andy Carroll og Luis Suarez.

"Ég held að Liverpool muni taka þátt í toppslagnum að þessu sinni. Þeir hafa keypt góða leikmenn og það breska og með Kenny Dalglish sem stjóra er ekki við öðru að búast en þeir verði í toppbaráttu," sagði Rooney sem hefur ekki sett sjálfum sér nein markmið fyrir veturinn.

"Ég geri það venjulega ekki en það væri gaman að sleppa við meiðsli í vetur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×