Erlent

Ekkert lát á hitabylgjunni í Bandaríkjunum

Ekkert lát er á hitabylgjunni sem hrjáir Bandaríkjamenn og nú er hún einnig lögst yfir mið- og austurhluta Bandaríkjanna. Alls hafa 22 látist vegna hitans en talið er að um helmingur þjóðarinnar glími nú við hitabylgjuna.

Þá hafa borist fréttir um að 1.500 nautgripir hafi farist vegna hitans í Suður Dakóta.

Veðurstofa landsins hefur gefið út aðvörun um að hitabylgunni fari ekki að létta fyrr en í fyrsta lagi á sunnudaginn kemur. Meðalhitinn er um 37 gráður en honum fylgir mikill raki þannig að hitavísitala mælir hitann sem allt að 43 gráður í sumum ríkjum Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×