Staða SpKef miklu verri en menn þorðu að vona Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júlí 2011 18:30 Staðan á Sparisjóðnum í Keflavík er miklu verri en menn töldu þegar Landsbankinn tók hann yfir, en bankinn hefur framkvæmt mat á virði eigna og munar þar 20 milljörðum króna á því mati sem ríkið kynnti í vor. Sparisjóðurinn er með neikvætt eigið fé upp á 30 milljarða. Þegar Landsbankinn tók yfir Sparisjóðinn í Keflavík (SpKef) í vor var greint frá því opinberlega að eigið fé sparisjóðsins væri neikvætt upp 11,2 milljarða króna. Samtals vantaði því 19,4 milljarða upp á að hann uppfyllti kröfur Fjármálaeftirlitsins um lágmarks eigið fé. Til grundvallar þessu mati var skoðun endurskoðenda sem voru fengnir af ríkinu og sparisjóðnum sjálfum til meta virði útlána SpKef, en Landsbankinn áskildi sér rétt til að framkvæma eigið mat á virði útlána. Nú liggur það mat fyrir og samkvæmt heimildum fréttastofu er staðan á SpKef miklu verri en menn þorðu að vona í vor. Það er mat sérfræðinga Landsbankans að eigið fé sparisjóðsins sé neikvætt um 30 milljarða króna. Það skeikar því um tæplega nítján milljarða króna frá mati endurskoðendanna sem lá til grundvallar tilkynningu um samruna frá mars síðastliðnum. Miðað við þetta mat Landsbankans þarf SpKef, sem starfar í dag undir merkjum Landsbankans, ekki 19,4 milljarða til að uppfylla kröfur FME, heldur alls 38 milljarða króna. Ljóst er, miðað við þetta, að þessir peningar geta bara komið úr einni átt, úr ríkissjóði þar sem Landsbankinn að langstærstu leyti í ríkiseigu. Kristján Kristjánsson, talsmaður Landsbankans, sagði í samtali við Stöð 2 að þegar skrifað var undir yfirtökuna í vor hefðu aðilar áskilið sér rétt til að leiða til lykta ágreining um virði útlánasafnsins undir sérstaka óháða úrskurðarnefnd sem myndi síðan skila bindandi áliti. Hann sagði því útilokað að samruninn yrði látinn ganga til baka enda væri hann full frágenginn. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Staðan á Sparisjóðnum í Keflavík er miklu verri en menn töldu þegar Landsbankinn tók hann yfir, en bankinn hefur framkvæmt mat á virði eigna og munar þar 20 milljörðum króna á því mati sem ríkið kynnti í vor. Sparisjóðurinn er með neikvætt eigið fé upp á 30 milljarða. Þegar Landsbankinn tók yfir Sparisjóðinn í Keflavík (SpKef) í vor var greint frá því opinberlega að eigið fé sparisjóðsins væri neikvætt upp 11,2 milljarða króna. Samtals vantaði því 19,4 milljarða upp á að hann uppfyllti kröfur Fjármálaeftirlitsins um lágmarks eigið fé. Til grundvallar þessu mati var skoðun endurskoðenda sem voru fengnir af ríkinu og sparisjóðnum sjálfum til meta virði útlána SpKef, en Landsbankinn áskildi sér rétt til að framkvæma eigið mat á virði útlána. Nú liggur það mat fyrir og samkvæmt heimildum fréttastofu er staðan á SpKef miklu verri en menn þorðu að vona í vor. Það er mat sérfræðinga Landsbankans að eigið fé sparisjóðsins sé neikvætt um 30 milljarða króna. Það skeikar því um tæplega nítján milljarða króna frá mati endurskoðendanna sem lá til grundvallar tilkynningu um samruna frá mars síðastliðnum. Miðað við þetta mat Landsbankans þarf SpKef, sem starfar í dag undir merkjum Landsbankans, ekki 19,4 milljarða til að uppfylla kröfur FME, heldur alls 38 milljarða króna. Ljóst er, miðað við þetta, að þessir peningar geta bara komið úr einni átt, úr ríkissjóði þar sem Landsbankinn að langstærstu leyti í ríkiseigu. Kristján Kristjánsson, talsmaður Landsbankans, sagði í samtali við Stöð 2 að þegar skrifað var undir yfirtökuna í vor hefðu aðilar áskilið sér rétt til að leiða til lykta ágreining um virði útlánasafnsins undir sérstaka óháða úrskurðarnefnd sem myndi síðan skila bindandi áliti. Hann sagði því útilokað að samruninn yrði látinn ganga til baka enda væri hann full frágenginn. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira