Enski boltinn

Chelsea þurfti umdeilt sigurmark til að merja malasískt úrvalslið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba fagnar sigurmarki sínu.
Didier Drogba fagnar sigurmarki sínu. Mynd/AFP
Chelsea-menn voru allt annað en sannfærandi í æfingaleik á móti malasísku úrvalslið í Kuala Lumpur í dag. Chelsea vann að lokum 1-0 sigur á umdeildu sigurmarkið frá Didier Drogba. Chelsea heldur áfram Asíuferð sinni og er næst á leiðinni til Tælands.

Didier Drogba skoraði markið sitt úr aukaspyrnu á 78. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Skotið hans fór í báðar stangirnar og í markmanninn en aðstoðardómarinn dæmdi boltann hafa farið inn fyrir marklínuna.

Fernando Torres var ekki heilla menn með spilamennsku sinni frekar enn fyrri daginn en fékk engu að síður tvö færi til þess að skora.

Það vakti athygli að áhorfendur púuðu á Ísraelsmanninn Yossi Benayoun en Malasíumenn eru múslímar og styðja Palestínumenn í deilunum við Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×