Innlent

Nærbuxnagengið komið í föt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir eru hressir drengirnir við hellulögnina.
Þeir eru hressir drengirnir við hellulögnina.
Þremenningarnir á Flúðum sem hafa verið önnum kafnir við hellulögn, eins og sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eru ennþá að. Félagarnir eru að leggja hellur á hringtorgi í sveitarfélaginu en vöktu athygli fyrir það hversu fáklæddir þeir voru við verkið, enda hefur verið rjómablíða víða um land að undanförnu. Þeir segja að fréttin hafi vakið mikla og góða lukku hjá kunningum þeirra.

Orri Davíðsson, einn drengjanna, segist hafa fengið nokkur skemmtileg símtöl. „Fólki finnst þetta vera frekar fyndið," segir Orri í samtali við Vísi. Hann segir að þeir félagarnir hafi haldið áfram við hellulögnina í dag. „Það hefur bara ekki verið eins heitt í dag," segir Orri. Drengirnir hafi því þurft að klæða sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×