Enski boltinn

Bullard í bann hjá Hull - mætti á æfingu beint eftir næturgleðskap

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jimmy Bullard byrjar ekki tímabilið vel því hann má ekki koma nálægt félagi sínu, Hull City, næstu tvær vikurnar eftir að hafa brotið agareglur félagsins á dögunum.

Bullard er 32 ára gamall og Hull keypti hann á 5 milljónir punda frá Fulham í janúarglugganum árið 2009. Hann hefur ekki náð að standa undir væntingum hjá Hull og var í láni hjá Ipswich á síðasta tímabili.

Bullard mætti víst í leigubíl á æfingasvæði Hull á dögunumnýkominn úr næturgleðskap, ósofinn og í engu ástand til að æfa. Honum var skipað að yfirgefa svæðið hið snarasta og um leið tilkynnt að hann mætti ekki láta sjá sig í tvær vikur.

Bullard er þekktur fyrir grín og glens sem má vel sjá í myndbandinu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×