Erlent

Aðstoðarmaður Hitlers grafinn upp

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lík Hess var grafið í þessum kirkjugarði. Mynd/ afp.
Lík Hess var grafið í þessum kirkjugarði. Mynd/ afp.
Lík Rudolfs Hess, sem var um tíma aðstoðarmaður Adolfs Hitlers, var grafið upp í gær. Ástæðan er sú að nýnasistar voru farnir að sækja í gröfina í einskonar pílagrímsferðum, eftir því sem BBC greinir frá.

Hess var handtekinn árið 1941 og dæmdur í fangelsi fyrir lífstíð. Hann fyrirfór sér í fangelsi í Berlín árið 1987, þá níutíuogþriggja ára gamall. Hann var grafinn í kirkjugarði í bænum Wunsiedel. Í gær var svo ákveðið að grafa hann upp, brenna líkið og dreifa öskunni yfir sjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×