Enski boltinn

Tevez fær ekkert aukafrí hjá City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mancini og Tevez munu líklega rífast áfram.
Mancini og Tevez munu líklega rífast áfram.
Stríðið á milli Man. City og Carlos Tevez heldur áfram því City virðist ætla að taka hart á leikmanninum sem vill fara. Tevez bað um aukafrí eftir Copa America en félagið neitaði honum um fríið.

Ef Tevez mætir ekki til æfinga á tilskyldum tíma á hann von á hárri sekt. Menn bíða því spenntir eftir því hvað Tevez gerir.

Tevez lýsti því yfir á sínum tíma að hann ætlaði aldrei aftur að koma til Manchester eftir að hann fengi sig lausan frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×