Innlent

Yfir 10 þúsund vilja leiðréttingu og afnám verðtryggingar

Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Rúmlega 10 þúsundir undirskrifta hafa safnast í undirskriftasöfnun Hagsmunasamtaka heimilanna um leiðréttingu lána og afnám verðtryggingar. Tvær vikur er frá því að undirskriftasöfnunin hófst.

Farið er fram á að stökkbreytt lán heimilanna verði leiðrétt miðað við stöðu þeirra fyrir hrun og afnám verðtryggingar. Gangi það ekki eftir hjá stjórnvöldum fyrir næstu áramót, er þess krafist að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina.

„Eins og fram hefur komið í málflutningi Hagsmunasamtaka heimilanna, skortir lagaheimildir fyrir þeim verðbótafærslum við höfuðstól lána sem  hefðbundin verðtrygging styðst við og valda því að slík lán eru greidd margfalt til baka m.v. upphaflegt verðgildi,“ segir í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×