Innlent

Ráðning Bjarna í ráðuneytið var lögleg

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ráðning Bjarna var lögleg.
Ráðning Bjarna var lögleg.
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi ekki brotið stjórnsýslulög þegar hann réð Bjarna Harðarson í starf upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.

Bjarni var ráðinn upplýsingafulltrúi ráðuneytisins tímabundið síðastliðið haust. Hann var valinn úr hópi 29 umsækjenda. Annar umsækjandi kærði ráðninguna til umboðsmanns Alþingis.

Umboðsmaður segir ráðuneytið ekki hafa brotið lög við ráðninguna en gerir athugasemdir vð það að umsækjendur hafi ekki verið boðaðir í atvinnuviðtöl heldur hafi einungis verið litið á starfsumsóknir og ferilskrár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×