Innlent

Íslensk kona í Ísrael segir araba hafa Össur að fífli

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, á fundi í Palestínu.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, á fundi í Palestínu.
„Í Ísrael mega menn ekki slaka á í neinu hvað varðar öryggisgæslu og svo kemur Össur Skarphéðinsson í bílalest með Fatah (og líklega Hamas) gaurum og heldur að hann fái einhverja sérmeðferð,“ segir Ólöf Einarsdóttir sem er búsett í Ísrel ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu en eiginmaðurinn er ísraelskur gyðingur. Tilefnið er nýleg heimsókn Össurar Skarhéðinssonar, utanríkisráðherra, til Miðausturlanda þegar hann heimsótti meðal annars Gazaströndina. Ólöf segir Össur sýna skilningsleysi og vera barnalegan í yfirlýsingum sínum um málefni Ísraela og Palestínumanna. Arabar hafi hann að fífli.

„Það að Össur Skarphéðinsson fyrir hönd íslensku þjóðarinnar hafi nú nýverið farið á fund Hamas og Fatah og lýst yfir stuðningi þeim til handa er grafalvarlegt mál. Kröfur Palestínuaraba undir stjórn Hamas og Fatah um að Ísraelar færi landamæri sín aftur til ársins 1967, fyrir sex daga stríðið, geta ísraelar með engu móti samþykkt, það þýddi sjálfsmorð fyrir ísraelsku þjóðina,“ segir Ólöf í grein í Morgunblaðinu í dag.

Úti í garði að vökva blóminn

Fjölskylda hennar býr á samyrkjubúi í 2 km. fjarlægð frá Gaza. Þar halda Hamasliðar um stjórnartaumana en Fathasamtökin stjórna á Vesturbakkanum. „Hamas eru engin börn að leika sér við, stórhættulegir glæpamenn sem hafa það efst á stefnuskrá sinni að gereyða Ísrael.“ Máli sínu til stuðnings segir bendir Ólöf á nýlegar eldlaugaárásir á byggðina í kringum samyrkubú hennar. „Í fyrradag (12. júlí) skutu þeir öðrum 4 eldflaugum hingað yfir. Dóttir mín var ein heima, úti í garði að vökva blómin þegar viðvörunarbjöllurnar fóru í gang.“

Ólöf segir að ef Ísraelar myndu gefa eftir og færa landamæri sín aftur til ársins 1967, sem þýði að mestu Vesturbakkann eins og hann leggi sig, myndi það gefa Hamas byr undir báða vængi og óverjandi landamæri. „Þrátt fyrir að Fatah sé við stjórn á Vesturbakkanum sem stendur, vita ísraelsmenn að það getur breyst eins og hendi sé veifað og þá er fjandinn laus.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×