Erlent

Síðasta geimferjulendingin

Óli Tynes skrifar
Atlantis lendir í Flórída í síðasta skipti.
Atlantis lendir í Flórída í síðasta skipti.
Geimferjan Atlantis lenti í Flórída í dag eftir sína síðustu ferð út í geiminn. Þetta var jafnframt síðasta ferð bandarískrar geimferju og er því lokið 30 ára merkum kafla í geimferðasögunni.

 

Á þessum 30 árum hafa geimferjurnar flutt hundruð geimfara og þúsundir tonna af tækjabúnaði á braut um jörðu. Síðustu árin hafa geimferjurnar einkum flutt vistir til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Enginn arftaki þeirra er til í Bandaríkjunum og það verða því gömlu góðu rússnesku Soyus geimförin sem muni sinna þörfum geimstöðvarinnar næstu árin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×