Enski boltinn

Ferguson: Það er barátta um markvarðarsætið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David de Gea.
David de Gea.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur gert spænska markverðinum Dabid de Gea það ljóst að hann eigi ekki neina áskrift að sæti í byrjunarliði Man. Utd. Ferguson segir að það verði samkeppni um sætið.

Hjá félaginu eru einnig Anders Lindegaard og Ben Amos en þeir stóðu sig báðir vel gegn Seattle í nótt.

"Auðvitað keyptum við David de Gea með það í huga að vera aðalmarkvörður. Lindegaard og Amos eiga aftur á móti tækifæri og þetta er barátta. De Gea spilar á laugardag gegn Chicago en þeir munu allir fá sanngjörn tækifæri til þess að sanna sig. Hver byrjar veltur á því hvernig De Gea stendur sig," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×