Enski boltinn

Redknapp: Það vilja allir kaupa Modric

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Spurs, hefur beðið miðjumanninn Luka Modric um að sýna þolinmæði. Tottenham muni sýna honum að félaginu sé alvara að byggja upp lið sem geti farið alla leið.

Það hefur verið meira að gera hjá forráðamönnum Spurs í sumar við að halda Modric góðum en að versla leikmenn.

"Ég skil vel hvernig Luka líður. Menn verða órólegir ef einhver býðst til þess að þrefalda launin manns. Það vilja allir kaupa Luka. Spyrjið Alex Ferguson og Roberto Mancini. Þeir vilja báðir kaupa hann. Hann gæti vel spilað fyrir Barcelona," sagði Redknapp.

"Luka vill fá tækifæri til þess að vinna titla. Það er nákvæmlega það sem við viljum gera hjá Tottenham. Við eigum eftir að láta til okkar taka á leikmannamarkaðnum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×