Innlent

Útför Sævars Ciesielski fer fram á þriðjudag

Sævar lést í Kaupmannahöfn 13. júlí sl. Hann var einn sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svonefnda.
Sævar lést í Kaupmannahöfn 13. júlí sl. Hann var einn sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svonefnda.
Ákveðið hefur verið að útför Sævars Ciesielski verði gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 2. ágúst. Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, hefur verið beðinn um að annast útförina.

Sævar lést af slysförum í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Hann lætur eftir sig fimm börn á aldrinum 12-36 ára.

Minningarathöfn um Sævar verður haldin í Vor Frelserers Kirke við Prinsessugötu í Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn á dag klukkan 14. Athöfnin er öllum opin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×