Viðskipti erlent

Fegurðardrottning dæmd í fangelsi fyrir innherjasvik

Fegurðardrottningin fyrrverandi Daniella Chiese hefur verið dæmd í 30 mánaða fangelsi fyrir aðild sína að því sem kallað hefur verið stærsta innherjasvikamál í sögu Bandaríkjanna.

Málið var höfðað gegn milljarðamæringnum Raj Rajaratnam og félögum hans sem stunduðu umfangsmikil innherjasvik í gegnum vogunarsjóðinn Galleon.

Daniella kom upplýsingum til Galleon frá yfirmanni sínum í öðrum vogunarsjóði. Daniella vakti athugli í réttarhöldunum þegar hún sagði að tilfinningin við innherjasvik væri á borð við góða fullnægingu.

Lögmaður hennar notaði þá vörn að Daniella hefði flækst í "eitrað" kynlífssamband við yfirmann sinn en rétturinn tók þá skýringu ekki til greina. Yfirmaðurinn, Mark Kurland, var dæmdur í 27 mánaða fangelsi í sama máli. Fram að þessu hafa 46 manns lýst yfir sekt sinni í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×