Erlent

Fellibylurinn Dóra stefnir á Mexíkó

Fellibylurinn Dóra stefnir nú í átt að Kyrrhafsströnd Mexíkó og gæti náð þar landi fyrir helgina.

Dóra er orðinn fjórða stigs fellibylur og reiknað er með að bylurinn muni vaxa að styrkleika áður en hann gengur á land í Mexíkó.

Vindhraði Dóru er þegar kominn yfir 200 kílómetra á klukkustund. Mikið úrhelli fylgir þessum fellibyl og reikna má með að hann muni valda verulegu tjóni þegar hann gengur á land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×