Erlent

Fundu 22 milljónir í söfnunargámi Rauða krossins

Starfsmönnum Rauða krossins í smábænum Tornved á Sjálandi í Danmörku brá heldur betur í brún í vikunni þegar þeir fundu eina milljón danskra kr. í seðlum, jafnvirði 22 milljóna kr.,  í fatahrúgu í söfnunargámi fyrir utan starfsstöð sína í bænum.

Seðlunum var snyrtilega pakkað inn í umslög og þeim fylgdi nafnlaust bréf þar sem einfaldlega stóð að þetta fé væri gjöf til Rauða krossins og að gefandinn hefði safnað því saman undanfarin 40 ár.

Birgit Dam ritari Rauða krossins í Tornved segir það ekki á hverjum degi sem samtökin fái jafn höfðinglega gjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×