Erlent

Lögðu hald á 1,7 tonn af kókaíni

Portúgölsk yfirvöld hafa lagt hald á 1,7 tonn af kókaíni en verðmæti þess er talið nema 80 milljónum evra eða yfir 13 milljörðum kr.

Kókaínið fannst um borð í fiskiskipi frá Namibíu sem var stöðvað af flota og flugher Portúgals um 22 mílur undan ströndum Portúgal.

Átta indónesískir ríkisborgarar voru handteknir um borð í skipinu en þeir eru á aldrinum 25 til 46 ára. Talið er að þeir tengist smyglhóp sem starfar við kókaínsmygl í fjórum heimsálfum en kókaínið var á leið frá Suður Ameríku til Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×