Viðskipti erlent

Líkur á samkomulagi um skuldaþak aukast

Líkur á því að samkomulag náist um skuldaþak Bandaríkjanna hafa aukist töluvert eftir að Barack Obama Bandaríkjaforseti ákvað að gefa eftir í deilum sínum við bandaríska þingmenn um málið.

Í yfirlýsingu sem forsetinn sendi frá sér í gærkvöldi segir að Hvíta húsið geti fallist á skammtímalausn í málinu en áður hafði forsetinn verið harður á því að leysa þyrfti málið til langs tíma.

Skuldaþakið nemur nú 14.300 milljörðum dollara og ef ekki tekst að lyfta því með lagabreytingu gætu Bandaríkin orðið tæknilega gjaldþrota um næstu mánaðarmót. Slíkt hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir fjármálakerfi heimsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×