Viðskipti erlent

Ræða um aukna sölu olíu úr neyðarbirgðum

Umræða er hafin um hvort Alþjóðlega orkumálastofnunin eigi að setja meira af neyðarbirgðum sínum af olíu á markaðinn til að reyna að halda verðinu í skefjum.

Nobuo Tanaka forstjóri Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum á næstu dögum. Þótt vefsíða börsen segi að hann sé maðurinn með spaðann og spilin á olímarkaðinum í dag er staðan ekki einföld.

Alþjóða orkumálastofnunin ákvað fyrir um mánuði síðan að setja 60 milljónir tunna af olíu á markaðinn og nota til þess neyðarbirgðir sínar. Um þetta var samstaða meðal þeirra 28 þjóða sem eiga  aðild að stofnunni. Ætlunin var að draga úr verði á olíu sem talið er hindra efnahagsbata heimsins. Þetta hefur ekki gengið eftir sem skyldi og verðið á Brent olíunni er á svipuðum slóðum og það var fyrir mánuði síðan.

Nú er spurningin hvort Alþjóða orkumálastofnunin eigi að setja meira af neyðarbirgðum sínum á markaðinn. Um það er ekki eining meðal aðildarlandanna en Tanaka vill reyna þá leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×