Erlent

Kamikaze flugmaður reynir að myrða móður sína

Mynd/Pjetur
Hinn 47 ára gamli svissneski Konrad Schmidt flaug tveggja hreyfla flugvél inn í hús móður sinnar síðastliðinn sunnudag. Að hennar sögn hringdi hann í hana stuttu áður en vélin skall á húsinu og sagði "Ertu heima mamma? Ég er í þann mund að detta í heimsókn."

Schmidt lést við brotlendinguna en móðir hans lifði hana hinsvegar af, þar sem hún var stödd í kjallaranum á heimili sínu þegar vélinni var flogið á húsið. Samkvæmt sjónarvottum flaug Schmidt vélinni í nokkra hringi yfir svæðinu áður en hann lét vaða.

Eftir því sem greint er frá á vef The Daily Telegraph, hafði Schmidt deilt við móður sína lengi í kjölfar skilnaðar hennar og föður hans, sem lést úr krabbameini stuttu síðar. Þá hafði sjálfsmorðsflugmaðurinn glímt við þunglyndi og fjárhagsvandræði undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×