Innlent

Yoko Ono treður upp á Iceland Airwaves

Yoko Ono, Sean Lennon og félagar sungu Give Peace a Chance í lok tónleika Plastic Ono Band sem fram fóru í Háskólabíói 9. október 2010. Meðal þeirra sem sungu með voru Olivia Harrison, Jón Gnarr og Ringo Starr. Mynd/Daníel
Yoko Ono, Sean Lennon og félagar sungu Give Peace a Chance í lok tónleika Plastic Ono Band sem fram fóru í Háskólabíói 9. október 2010. Meðal þeirra sem sungu með voru Olivia Harrison, Jón Gnarr og Ringo Starr. Mynd/Daníel Mynd/Daníel
Íslandsvinirnir í Yoko Ono Plastic Ono Band með Yoko Ono fremsta í broddi fylkingar munu kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í október. Hljómsveitin kom saman í Reykjavík í október í fyrra til að minnast 70 ára afmælis John Lennon.

Yoko Ono og Lennon stofnuðu hljómsveitina Plastic Ono Band árið 1968 eða áður en Bítlarnir liðu undir lok.

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag einnig um níu aðra listamenn til viðbótar sem kom fram á hátíðinni dagana 12.-16. október. Þar á meðal má nefna kanadíska Polaris verðlaunahafann Owen Pallett, synthagyðjuna Glasser frá Los Angeles, trópikal rokkarana í Zun Zun Egui og indírokksveitina Other Lives frá Oklahoma. Auk þess sem GusGus og For a Minor Reflection koma fram á hátíðinni.

Miðasala er í fullum gangi á heimasíðu hátíðarinnar, www.icelandairwaves.is, og þar má einnig sjá lista yfir þá rúmlega 70 listamenn sem hafa verið staðfestir að koma fram á hátíðinni en um miðjan ágúst mun allur listinn liggja ljós fyrir, eða um 200 listamenn og hljómsveitir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×