Erlent

Hitler í fjöldauppsögnum

Óli Tynes skrifar
Adolf Hitler
Adolf Hitler
Adolf Hitler hefur verið sviptur titli heiðursborgara í bænum Klagenfurt sem er sjötti stærsti bær Austurríkis. Íbúar þar eru um 100 þúsund. Klagenfurt gerði Hitler að heiðursborgara í apríl árið 1938 einum mánuði eftir að foringinn innlimaði Austurríki í Þýskaland með hervaldi.

 

Af einhverjum ástæðum hefur fjöldi austurrískra bæja séð ástæðu til þess undanfarna mánuði að reka Hitler sem heiðursborgara. Meðal þeirra er bærinn Braunau sem var fæðingarbær hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×