Handbolti

Íslandsmótið í strandhandbolta fer fram um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hið árlega Íslandsmót í strandhandbolta fer fram í Nauthólsvík á laugardag. Um 200 keppendur taka þátt í mótinu líkt og áður.

Alls er pláss fyrir 20 lið á mótið og er enn pláss fyrir einhver lið. Hægt er að skrá lið með því að senda tölvupóst á strandhandbolti@gmail.com

Þetta mót nýtur mikilla vinsælda hjá íslensku handboltafólki og taka jafnan þátt núverandi og fyrrverandi handboltafólk.

Í sigurliði mótsins í fyrra voru kempur eins og Sturla Ásgeirsson, Bjarni Fritzson og Björgvin Hólmgeirsson.

Það er öllum frjálst að taka þátt en venjulegur leiktími í mótinu er tvisvar sinnum sex mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×