Innlent

Síðustu tvær vikur fengsælar

„Það hefur ekkert rignt sem heitið getur í minnsta kosti mánuð,“ segir Jón G. Baldvinsson, staðarhaldari.
„Það hefur ekkert rignt sem heitið getur í minnsta kosti mánuð,“ segir Jón G. Baldvinsson, staðarhaldari. Myndin er úr safni.
Eftir frekar dræma laxveiði framan af sumri virðist sem að veiðin sé að taka við sér. Útlit er fyrir að veiðin í Norðurá í Borgarfirði verði svipuð og í fyrra.

Síðustu tvær vikurnar hafa veiðst 30-40 laxar í Norðurá á degi hverjum en veitt er á 15 stangir. Jón G. Baldvinsson er staðarhaldari. „Áin er núna komin í svona 1130 laxa, öll áin. Það er svona að mér sýnist að þetta verði svipað veiðiár eins og á síðasta ári, en þá veiddum við um 2300 laxa.“

Enn sem komið er er Norðurá aflahæsta laxáin. „Eftir því sem mér sýnist á tölunum þá er hæsta talan hér og það er bara náttúrulega gleðilegt fyrir okkur. Það er búið að ganga mjög vel hér og en þá gengur mikið af laxi í ána. Það er stöðug ganga.“

Jón segir að það eina sem vanti núna sé meira vatn. „Það hefur ekkert rignt sem heitið getur í minnsta kosti mánuð. Þannig að það mætti nú alveg fara að koma einhver dropi úr lofti og mér sýnist á veðurspá að það gæti orðið eitthvað um helgina.

Jón segist sannfærður um að laxveiði á landinu verði svipuð og í fyrra þó veiðin hafi verið seinna á ferðinni. Í Norðurá gekk laxinn hálfum mánuði síðar en venja er. „Ég held að þessir kuldar sem voru framan af sumri hafi áhrif á allt lífríkið að þetta sé nú örlítið seinna en þetta er vant að vera.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×