Erlent

Hversu hátt er Everest

Óli Tynes skrifar
Hversu hátt er fjallið?
Hversu hátt er fjallið?
Yfirvöld í Nepal hafa ákveðið að mæla Everest á nýjan leik til að fá endanlega úr því skorið hversu hátt þetta hæsta fjall heims er. Opinberlega er hæð fjallsins 8,848 metrar.

 

Kínverjar og Nepalir hafa hinsvegar lengi deilt um þetta, en Everest er á landamærum ríkjanna. Kínverjar vilja miðað við hæð hæsta klettsins á fjallinu en Nepalir vilja miða við snjólínu sem er fjórum metrum hærri. Nepalir segja að Kínverjar noti til skiptis klettahæð og snjóhæð og það valdi ruglingi.

 

Jarðfræðingar segja hinsvegar að báðar tölurnar geti verið rangar þar sem Everest er að hækka vegna misgengis í jarðskorpunni. Því hefur nú verið ákveðið að mæla upp á nýtt og notast þá við gervitungl og GPS tækni. Talið er að þetta taki um tvö ár.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×