Innlent

Útlendingur af óljósum uppruna úrskurðaður í varðhald

Mynd/Heiða Helgadóttir
Útlendingur af óljósum uppruna var úrskurðaður í allt að sjö daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Norðurlands Vestra í gær, grunaður um að hafa komið ólöglega til landsins.

Lögreglan á Sauðárkróki hafði afskipti af manninum í tengslum við mál sem hún var að greiða úr, og kom þá í ljós að hann var skilríkjalaus. Hann var ekki heldur með greiðslukort og einungis sára litla peninga.

Maðurinn segist vera frá Nígeríu og leikur grunur á að hann hafi komið hingað með flugi fyrir allt að fjórum mánuðum. Hann talar töluvert í ensku sem er þó greinilega ekki móðurmál hans, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×