Enski boltinn

Terry langar að þjálfa Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Varnarmaðurinn John Terry hjá Chelsea hefur áhuga á því að gerast knattspyrnustjóri er ferlinum lýkur. Það sem meira er þá stefnir hann á að stýra liði Chelsea.

Terry hefur leikið með Chelsea allan sinn atvinnumannaferil og á að baki yfir 500 leiki með félaginu.

"Markmiðið er að gerast stjóri. Það er gaman að sjá Villas-Boas koma hér inn með Roberto Di Matteo. Það segir okkur að félagið vill nota fyrrverandi leikmenn félagsins sem þekkja það út og inn," sagði Terry.

"Ef við sem höfum þjónað félaginu lengi fáum okkur þjálfaragráðu þá fáum við vinnu hjá félaginu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×