Enski boltinn

Sjálfstraustið er í fínu lagi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Given er laus við bekkjarsetuna.
Given er laus við bekkjarsetuna.
Hinn 35 ára gamli markvörður, Shay Given, fær loksins að spila aftur fótbolta í vetur eftir að hafa samið við Aston Villa. Hann mátti gera sér það að góðu að fylgjast með leikjum af bekknum hjá Man. City.

Given segir að sjálfstraustið sé enn í gott þrátt fyrir alla bekkjarsetuna.

"Sjálfstraustið er í fínu lagi því landsleikirnir með Írlandi héldu mér gangandi. Auðvitað verður maður aðeins ryðgaður ef maður spilar lítið en ég get ekki beðið eftir því að spila reglulega á nýjan leik," sagði Given.

"Krakkarnir mínir héldu mér líka á tánum. Ég hef aldrei glatað trúnni á eigin hæfileikum."

Given kom aðeins við sögu í fjórum leikjum á síðustu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×