Enski boltinn

Ferguson myndi skilja Berbatov ef hann vildi fara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segist hafa fullan skilning á því ef Búlgarinn Dimitar Berbatov ákveður að söðla um í sumar.

Berbatov varð markahæstur í ensku úrvalsdeildinni í fyrra þó svo hann hafi mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu. Hann var síðan ekki einu sinni í leikmannahópi liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

United er með sex framherja á samningi og Ferguson hefur varað þá við því að ekki fái allir að spila mikið.

"Ég skil ef Berbatov fer og það sama má segja um alla framherjana. Ég vel ekki alltaf sama liðið í hverri viku. Það hef ég aðeins gert einu sinni á síðustu þrem árum. Leikmenn skilja því að það er hópurinn sem vinnur titla og maður verður að nota leikmannahópinn," sagði Ferguson.

"Ég held að leikmenn mínir skilji að enginn á fast sæti í liðinu. Það var óheppilegt fyrir Berbatov í fyrra hversu vel gekk hjá Chicharito. Ég varð að nota hann mikið. Svona er fótboltinn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×